Bílasamningur

Bílasamningur er eitt form bílafjármögnunar fyrir nýja bíla eða notaða bíla. Bílasamningar fyrir nýja bíla eða notaða bíla eru í boði hjá öllum fjármögnunarfélögum og bönkum en ráðgjafar Brimborgar veita allar upplýsingar. Oftast er miðað við 25% útborgun að lágmarki en getur verið meiri að vali kaupanda. Lánstími eftirstöðva getur verið til allt að 84 mánaða eða 7 ára.

Bílasamningur hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Bílafjármögnun fyrir notaða bíla er líka hægt að fá sem bílalán.

Komduhringdusendu fyrirspurn eða spjallaðu við okkur og fáðu nánari upplýsingar um hvernig þú getur fjármagnað kaup á bíl frá Brimborg með bílasamning eða einhverju öðru lánsformi sem hentar þér eða þínu fyrirtæki.