Bílalán

Bílalán er þægileg leið til að eignast bíl. Í daglegu tali er oftast notast við orðið bílalán en í reynd eru ýmsir möguleikar í boði í bílafjármögnun. Kynntu þér kostina í bílafjármögnun hjá Brimborg.

Bílalán fyrir bíla fást hjá öllum fjármögnunarfélögum, bönkum og jafnvel tryggingarfélögum en ráðgjafar Brimborgar veita þér allar upplýsingar. Gert er ráð fyrir útborgun sem oftast þarf að vera 25% að lágmarki en hún má auðvitað vera hærri. Eftirstöðvarnar er yfirleitt hægt að fá að láni til allt að 84 mánaða eða 7 ára. 

Vaxtalaus bílalán bjóðast hjá sumum fjármögnunarfélögum og leiða ráðgjafar Brimborgar þig í allan sannleika um vaxtalaus bílalán.

Bílalán henta bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Bílafjármögnun fyrir bíla er einnig hægt að fá sem bílasamning sem hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum.  

Komduhringdu eða sendu fyrirspurn og fáðu nánari upplýsingar um bílalán til bílakaupa hjá Brimborg.